Fasteigna- Fasteigna- Vátrygginga- Bókfært
mat, hús mat, lóð mat verð
7.301.993 1.053.289 35.210.895 8.974.852
47.000.000 15.914.348
26.957.000 5.076.482
5.350.000 3.835.551
7.301.993 1.053.289 114.517.895 33.801.233
Skip og fylgihlutir .....................................................................
Vélar og tæki, eignatryggingar ................................................
Birgðir .....................................................................................
Það er ljóst að sú röskun sem orðið hefur á starfsemi Vísis hefur valdið tjóni í formi tapaðrar framlegðar. Stjórnendur telja hins vegar
rekstrarhæfi félagsins og samstæðunnar ekki vera í hættu. Unnið er að þvi að móta framtíðarstefnumörkun fyrir reksturinn.
Fasteignir og lóðir ...................................................................
Skýringar
26. Önnur mál (framhald)
Kaupin eru háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunnar og samþykki Samkeppniseftirlitsins á þeim. Áhrif kaupanna verða ekki færð í
reikningsskil samstæðunnar fyrr en öllum skilyrðum hefur verið fullnægt og fyrirvörum aflétt.
Samruni Síldarvinnslunnar hf. og S2002 ehf.
Félagið S2002 ehf. (áður Seley ehf.) sem er í 100% eigu Síldarvinnslunnar var sameinað móðurfélagi sínu undir nafni
Síldarvinnslunnar hf. frá og með 1. janúar 2023.
27. Atburðir eftir lok reikningsskiladags
Áhrif náttúruhamfara í Grindavík
Jarðhræringar sem og eldsumbrot hafa haldið áfram á Reykjanesskaganum í nálægð við Grindavík en dótturfélagið Vísir ehf. er með
frystihús og saltfiskvinnslu í Grindavík.
Saltfiskvinnsla hófst fljótlega í byrjun árs 2024 og vonir stóðu til að fólki yrði heimilað að vera í bænum og vinnsla í frystihúsinu gæti
hafist.
Þann 13. janúar gaf ríkislögreglustjóri út að bærinn yrði rýmdur frá 15. janúar á meðan áhættumat færi fram. Hinn 14. janúar hófst
hins vegar eldgos. Var neyðarstigi lýst yfir og bærinn lokaður til 29. janúar þegar verðmætabjörgun var heimiluð. Á tímabilinu fór bæði
rafmagn og heitt vatn af bæjarfélaginu en eignir Vísis sluppu við verulegt tjón af völdum þess. Beint tjón varð á léttsöltuðum afurðum
sem voru í vinnslu en verðmæti þeirra var óverulegt.
Samþykkt voru lög á Alþingi um uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík en lögin taka ekki til atvinnuhúsnæðis. Ljóst er að rekstur er
ekki einfaldur í bæjarfélagi án íbúa. Auk óvissu um framhald atburðanna ríkir einnig óvissa um lagatúlkanir sem snerta
vátryggingarvernd við þær aðstæður sem ríkja á svæðinu.
Gripið var til bráðabirgðaaðgerða til að tryggja vinnslu á saltfiski til að bregðast við óvissunni í Grindavík. Hófst vinnsla í Cuxhaven í
Þýskalandi um miðbik janúar og í byrjun febrúar var ein framleiðslulína flutt í húsnæði Síldarvinnslunnar í Helguvík til vinnslu þar.
Hefur starfsemin á báðum stöðum gengið vel.
Í febrúar voru 130 starfsmenn teknir af launaskrá hjá Vísi og settir yfir á úrræði ríkisins vegna náttúrhamfaranna sem gilda út júni.
Ráðningarsamband helst þó áfram.
Atburðirnir hafa einnig áhrif á dótturfélag Vísis, Mar Guesthouse ehf., sem rekur gistiheimili og verbúð í Grindavík. Vísir á ennfremur
25% í Marine Collagen ehf. sem hefur orðið fyrir rekstrarstöðvun og tjóni á húsnæði félagsins. Haustak hausaþurrkun sem Vísir á
50% hlut í hefur orðið fyrir tekjumissi vegna samdráttar í aðgengi að hráefni sem rekja má til náttúruhamfaranna.
Áframhaldandi starfsemi og rekstrargrundvöllur í Grindavík er til skoðunar en við mat á því skiptir öryggi starfsfólks og
vátryggingarvernd miklu máli. Þá skiptir einnig máli hvort og þá með hvaða hætti stjórnvöld koma til móts við atvinnulífið í Grindavík,
en ekkert liggur fyrir um slíkt á þessari stundu.
Í meðfylgjandi töflu er annars vegar brunabótarmat eigna Vísis í Grindavík og hins vegar bókfært virði þeirra. (Fjárhæðir í EUR).
Síldarvinnslan hf. Samstæðuársreikningur 2023 Fjárhæðir í bandarískum dollurum (USD)