________________________________________________________________________________________________
Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. ...................
663,4 34,53% 663,4 34,53%
Lífeyrissjóður stm. ríkisins A-deild ...........
272,8 14,20% 255,8 13,31%
Lífeyrissjóður verslunarmanna .................
206,7 10,76% 209,0 10,88%
RE-13 ehf. * ..............................................
196,5 10,23% 196,5 10,23%
KG Fiskverkun ehf. ** ...............................
78,0 4,06% 134,5 7,00%
Lífeyrissjóður starfsm. ríkisins B-deild .....
68,2 3,55% 69,6 3,62%
Birta lífeyrissjóður .....................................
54,7 2,85% 53,1 2,77%
Stekkjarsalir ehf. ** ...................................
36,5 1,90%
Stefnir innlend hlutabréf hs ......................
31,8 1,65% 46,4 2,42%
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda .................
31,0 1,61% 31,0 1,61%
Eignarhaldsfélagið VGJ ehf. .....................
32,2 1,68%
Tíu stærstu hluthafar samtals ...................
1.639,6 85,35% 1.691,5 88,05%
Aðrir hluthafar ........................................... 281,5 14,65% 229,5 11,95%
Útistandandi hlutir ....................................
1.921,1 100,00% 1.921,0 100,00%
Stjórn félagsins í árslok 2021 var skipuð eftirfarandi einstaklingum: Kristján Þ. Davíðsson, stjórnarformaður, Anna
G. Sverrisdóttir varaformaður, Hjálmar Kristjánsson, Kristrún Heimisdóttir og Magnús Gústafsson. Hlutfall karla í
stjórninni er 60% og hlutfall kvenna er 40%. Stjórnin uppfyllir því skilyrði 63. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995 um
kynjahlutföll, en þar er kveðið á um að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%. Í framkvæmdastjórn félagsins sitja
þrír, tveir karlar og ein kona.
Skráð hlutafé félagsins nam í árslok 1.956 millj. kr, en félagið á eigin hluti að nafnverði 35 millj. kr. Engin breyting
var á skráðu hlutafé á árinu. Hlutaféð er í einum flokki, sem skráður er á Nasdaq OMX Iceland.
Hlutafé félagsins skiptist í árslok á 1.246 hluthafa, en þeir voru 880 í ársbyrjun og fjölgaði því um 366 á árinu. Allir
hlutir njóta sömu réttinda. Tíu stærstu hluthafar í árslok voru:
Stjórn félagsins leggur til að á árinu 2022 verði vegna rekstrarársins 2021 greiddur 2,1 kr. arður af hverjum hlut
útistandandi hlutafjár til hluthafa, í samræmi við arðgreiðslustefnu félagsins, eða 4.034 millj. kr. (um 27,3 millj. evra
á lokagengi ársins 2021). Arðgreiðslan samsvarar 2,7% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs 2021. Vísað er til
ársreikningsins um ráðstöfun hagnaðar og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum.
31.12.2021 31.12.2020
Stjórn Brims hf. hefur sett sér starfsreglur í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga, þar sem valdsvið stjórnar er
skilgreint og verksvið hennar gagnvart forstjóra. Í þessum reglum er meðal annars að finna reglur um fundarsköp,
reglur um hæfi stjórnarmanna til þátttöku í afgreiðslu mála, reglur um þagnarskyldu, upplýsingagjöf forstjóra
gagnvart stjórn og fleira. Starfsreglur stjórnar eru aðgengilegar á heimasíðu félagsins. Stjórn hefur skipað
endurskoðunarnefnd, sem hittir ytri endurskoðendur reglulega. Stjórn félagsins hefur skipað starfskjaranefnd, sem
gerir tillögu að starfskjarastefnu félagsins fyrir stjórn og hefur eftirlit með að henni sé framfylgt. Stjórn félagsins
ákveður starfskjör forstjóra. Starfsreglur endurskoðunar- og starfskjaranefnda eru aðgengilegar á heimasíðu
félagsins.
Stjórn Brims hf. leitast við að fylgja Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja, sem gefnar eru út af Viðskiptaráði
Íslands, Nasdaq OMX Iceland hf. og Samtökum atvinnulífsins (síðast útgefnar febrúar 2021). Félagið álítur sig
fylgja framangreindum leiðbeiningum um stjórnarhætti í öllum megindráttum en með eftirfarandi undantekningu;
félagið hefur ekki skipað tilnefningarnefnd. Félagið er aðili að Festu, félagi um samfélagslega ábyrgð og styðst við
þau viðmið sem það félag setur. Frekari upplýsingar um stjórn og stjórnarhætti er að finna í kaflanum
Stjórnarháttayfirlýsing sem er fylgiskjal með ársreikningnum.
Stjórnarhættir
* RE-13 ehf. er dótturfélag Útgerðarfélags Reykjavíkur hf.
** KG Fiskverkun ehf og Stekkjarsalir ehf eru félög í eigu tengdra aðila
Hlutafé og samþykktir
Áhrif veirufaraldursins á rekstur Brims á næstu mánuðum ræðst eðlilega af þróun heimsfaraldursins. Stjórnendur
samstæðunnar fylgjast náið með þróun mála á helstu mörkuðum en samstæðan er vel í stakk búin til að takast á
við breyttar aðstæður, en ekki er hægt að segja til um það hversu mikil áhrif faraldurinn hefur á rekstur og efnahag
til framtíðar. Samstæðan er fjárhagslega sterk og hefur gott aðgengi að lánsfjármagni.
Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra frh.
Samstæðuársreikningur Brims hf. 2021
4
Fjárhæðir eru í þúsundum evra