Ársreikningur samstæðu Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.
- 47 -
Stjórnarfundir eru að jafnaði haldnir á aðalskrifstofu Ölgerðarinnar. Árlega er samþykkt starfsáætlun stjórnar ár fram í tímann. Fundina sitja að jafnaði, auk
stjórnarmanna, forstjóri og framkvæmdastjóri fjármála- og mannauðssvið Fundargerðir stjórnarfunda ritar framkvæmdastjóri fjármála- og mannauðssviðs.
Fundargerðir eru afhentar stjórnarmönnum á stjórnarvef innan nokkurra daga frá fundi til staðfestingar á næsta stjórnarfundi á eftir.
4.2 Upplýsingar um stjórnarmenn
Októ Einarsson (1962) er stjórnarformaður Ölgerðarinnar. Hann er viðskiptafræðingur frá California State University, Sacramento og hefur starfað við
innflutning og heildsölu frá 1987. Októ hefur verið formaður stjórnar fyrirtækisins frá apríl 2002, ásamt því að vera í stjórnum Nýjabæjar ehf., OA
eignarhaldsfélags hf., Lind ehf. og dótturfélags Ölgerðarinnar Danól ehf., auk stjórnarsetu í öðrum eigin félögum. Októ á 50% hlut í OA eignarhaldsfélagi
hf. sem á 316.363.041 hluti í Ölgerðinni. Októ hefur ekki gert kaupréttarsamning við fyrirtækið. Októ telst vera háður félaginu og daglegum stjórnendum
þess, sem og stórum hluthöfum.
Hermann Már Þórisson (1972) er forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Landsbréfum. Hermann er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.
Hermann hefur verið varaformaður stjórnar Ölgerðarinnar frá apríl 2017. Hermann situr í stjórn nokkurra fyrirtækja á vegum Landsbréfa, m.a. Styrkás hf.,
Rea ehf., Bílaleigu Flugleiða ehf., Pac1501 ehf., , GoPro ehf., Hugvits ehf. og Eðalfangs ehf. Hermann á engin hlutabréf í Ölgerðinni og á í engum
hagsmunatengslum við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins. Hermann er óháður félaginu, daglegum stjórnendum þess og stórum
hluthöfum félagsins.
Gerður Huld Arinbjarnardóttir (1989) er framkvæmdastjóri BSH15 ehf., sem rekur verslunina Blush. Þá hefur Gerður verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi í
markaðsmálum og fyrirlesari frá árinu 2020. Gerður situr í stjórn BSH15 ehf., HV23 slf. og annarra eigin félaga. Gerður á engin hlutabréf í Ölgerðinni og
á í engum hagsmunatengslum við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins. Að mati stjórnar er Gerður óháð félaginu, daglegum stjórnendum
þess og stórum hluthöfum félagsins. Þess skal þó getið að félag undir yfirráðum Gerðar, HV23 ehf. undirritaði í maí 2023 samstarfssamning varðandi
nýjan virknidrykk sem Ölgerðin framleiðir undir vörumerkinu MIST. Samkvæmt samningnum á HV23 slf. rétt á tilteknum þóknunum frá Ölgerðinni fyrir
aðkomu sína að þróun og markaðssetningu drykkjarins, en þóknanir reiknast af tekjum Ölgerðarinnar vegna sölu drykkjarins. Er það mat stjórnar að í ljósi
þess að takmarkaðar greiðslur hafa verið inntar af hendi til HV23 slf. af hálfu Ölgerðarinnar á grundvelli samningsins, og eðlis og áætlaðs umfangs
samningsins að öðru leyti, að tilvist samningsins leiði ekki til þess að Gerður teljist háð félaginu eða daglegum stjórnendum þess í skilningi leiðbeininga
um stjórnarhætti. Stjórn félagsins er hins vegar meðvituð um tilvist samningsins og kann að breyta þessari flokkun ef undirliggjandi forsendur hennar
breytast.
Magnús Árnason (1979) er sjálfstætt starfandi ráðgjafi hjá Marka Ráðgjöf en starfaði áður sem framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og markaðsmála
hjá Nova, framkvæmdastjóri vöruþróunar hjá OZ og framkvæmdastjóri alþjóða-vörumerkjamála hjá Latabæ. Magnús situr í stjórn Nova klúbbsins hf., Nova
hf., Rue de Net ehf. og Jurtar ehf, auk stjórnarsetu í eigin félögum. Magnús á 785.248 hluti í Ölgerðinni í gegnum eignarhaldsfélagið Sprengistjörnu ehf.
Engin hagsmunatengsl eru við stóra hluthafa, helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins. Magnús telst því vera óháður félaginu, daglegum
stjórnendum þess og stórum hluthöfum.