Ófjárhagsleg upplýsingagjöf
Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. 36 Ársreikningur samstæðu 2022-2023
Ófjárhagsleg upplýsingagjöf
Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. er íslenskt hlutafélag og starfar í samræmi við lög um hlutafélög nr.
2/1995. Tilgangur félagsins er sala, framleiðsla og dreifing á öli, gosdrykkjum og öðrum
drykkjartegundum er leyfðar eru samkvæmt lögum, innflutningsverslun og umboðssala svo og kaup og
sala alls konar verðbréfa auk þess að eiga og reka fasteignir og lánastarfsemi.
Ölgerðin hefur sett sér stefnu á sviði sjálfbærni og leggja stjórn og stjórnendur áherslu á að starfsemi
félagsins sé í samræmi við stefnuna og vinna markvisst að umbótum á því sviði. Sjálfbærnivinna styður
við þá framtíðarstefnu félagsins um að verða fyrsta val allra hagaðila félagsins. Félagið hefur skilgreint
fjóra strauma til að ná fram framtíðarsýn sinni en þeir eru sjálfbærni, vöxtur, stafræn þróun og
fjölbreytileiki og trúir því að með þessum áherslum skapist aukið virði fyrir alla hagaðila og
verðmætasköpun verði tryggð til framtíðar.
Félagið hefur sett fram stefnur og áætlanir sem styðja við sjálfbærni. Þær má nálgast á vefsíðu
fyrirtækisins en þær varða m.a. jafnrétti, mannauð, persónuvernd, siðareglur, gæðamál og áætlun gegn
einelti, kynbundinni og kynferðislegri áreitni. Nánar er gerð grein fyrir helstu áhættuþáttum,
mælikvörðum, árangri og markmiðum þessara efna í köflunum um umhverfisþætti, félagslega þætti og
stjórnarhætti. Ölgerðin hefur ekki skilgreint hvaða áhrif félagið hefur á þessa sjálfbærniþætti
(umhverfismál, félagslegir þættir og stjórnarhættir) en hefur skilgreint hvaða sjálfbærniþættir hafa áhrif
á fyrirtækið.
Núverandi sjálfbærnistefna Ölgerðarinnar tók gildi árið 2021 og er endurskoðuð árlega. Stjórnendur
Ölgerðarinnar unnu að stefnunni og voru vinnustofur haldnar til að greina þá áhersluflokka sem taldir
voru mikilvægastir. Til hliðsjónar við gerð stefnunnar voru þau heimsmarkmið valin sem talið var að
Ölgerðin gæti haft mest áhrif á. Fjórir flokkar urðu að lokum fyrir valinu sem ríma við framtíðarsýn
fyrirtækisins um fyrsta val og stefnu Ölgerðarinnar til 2024. Flokkarnir eru: Sjálfbær vöxtur, fjölbreytileiki,
hringrásarhagkerfi og kolefnishlutleysi. Samhliða sjálfbærnistefnunni voru sett mælanleg markmið og
er þeim fylgt eftir með sjálfbærnimælaborði fyrir stjórnendur og starfsfólk. Mælikvarðarnir í mælaborðinu
voru settir upp út frá sjálfbærnistefnunni og eru gerðir upp mánaðarlega. Í hverjum flokki fyrir sig er
unnið að umbótaverkefnum og stærri verkefnum og árangur er mældur reglulega.
Ölgerðin og dótturfélög framleiða, flytja inn og út, dreifa og selja drykkjarvörur, matvæli og ýmsar
sérvörur. Sjálfbærni tengist rekstrinum á margvíslegan hátt enda er starfsemin breið og fjölbreytt.
Tæplega 50% af framlegð samstæðunnar er vegna sölu á eigin vörumerkjum Ölgerðarinnar. Þar er
hægt að hafa áhrif á alla virðiskeðjuna, frá vöruþróun, vali á umbúðum, endurvinnslu o.fl. Um það bil
16% af framlegðinni er framleiðsla og sala á vörum á grundvelli sérleyfissamninga þar sem framleiðsla
Ölgerðarinnar er hluti af sjálfbærnimarkmiðum stórra birgja. Þar skiptir framleiðsla nálægt samfélaginu
og umhverfisvænt dreifikerfi máli. Um 35% af framlegðinni eru innfluttar vörur en þar skipta m.a. góð
samvinna við birgja og birgjamat máli. Þar er hægt að hafa áhrif á þær vörur sem settar eru á markað,
enda hefur verið aukning í heilsusamlegri og umhverfisvænni vörum í vöruúrvali..
Áreiðanleikakönnunarferli
Ölgerðin hefur skilgreint markmið og aðgerðir til þess að tryggja að sjálfbærnistefnu félagsins sé
framfylgt. Stjórn félagsins samþykkir stefnuna en ábyrgðaraðili hennar er forstjóri Ölgerðarinnar.
Sjálfbærnihópur Ölgerðarinnar tryggir að stefnunni sé fylgt eftir, aðgerðaáætlun sé innleidd og að
regluleg endurskoðun fari fram. Leiðtogi sjálfbærni og umbóta hefur umsjón með framkvæmd
stefnunnar. Reglulega er fylgst með mælingum er tengjast sjálfbærni og árlega er gefin út
sjálfbærniskýrsla sem er aðgengileg öllum hagaðilum, þar sem gerð er grein fyrir framvindu.
Ófjárhagslegar upplýsingar eru hluti af ársreikningi félagsins, til umfjöllunar hjá endurskoðunarnefnd
Ölgerðarinnar og samþykktar af stjórn. Deloitte ehf. veitir álit með takmarkaðri vissu á Sjálfbærniskýrslu
Ölgerðarinnar fyrir árið 2022 sem þessi ófjárhagslega upplýsingagjöf byggir á. Ekki er um lagalaga kröfu
að ræða en með þessu er áreiðanleiki gagna Ölgerðarinnar tekinn út og staðfestur, sem og upplýsingar
sem tengjast frammistöðu félagsins á sviðum sjálfbærni. Til viðbótar mun staðfesting Deloitte undirbúa