
Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra
Síminn er í fararbroddi á íslenskum fjarskiptamarkaði og veitir viðskiptavinum heildstætt vöruframboð á sviði fjarskipta og afþreyingar,
hvort sem um einstaklinga eða fyrirtæki er að ræða. Félagið hefur í yfir 115 ára sögu sinni byggt upp eitt öflugasta og öruggasta
fjarskiptanet sem fyrirfinnst í heiminum hvort heldur sem um ræðir farsíma- eða fastlínukerfi. Staða Símans er sterk á
fjarskiptamarkaði og á undanförnum árum hefur mikill tekjuvöxtur átt sér stað í afþreyingarstarfsemi.
Rekstur félaganna Sensa ehf. og Mílu ehf. er nú flokkaður sem aflögð starfsemi í ársreikningi 2021 og hefur samanburðartölum ársins
2020 verið breytt til samræmis. Rekstrartekjur félagsins námu 24.543 m.kr. árið 2021 samanborið við 23.969 m.kr. árið 2020. Um er
að ræða 2,4% vöxt sem skýrist af vexti farsímatekna og sjónvarpsþjónustu. Tekjur af talsíma drógust saman á meðan
gagnaflutningstekjur og vörusala standa nánast í stað á milli ára. Framlegð nam 8.497 m.kr. og var 34,6% af tekjum sem er lækkun um
954 m.kr. (2020: 9.451 m.kr. og 39,4% af tekjum). Rekstrarkostnaður var 6.750 m.kr. og lækkar um 1.110 m.kr. á milli ára (2020: 7.860
m.kr.) Breyting á framlegð og rekstrarkostnaði skýrist m.a. af sölu eigna tengdum farsíma- og netkerfum á milli Símans hf. og Mílu ehf.
Við þann flutning jukust tekjur Mílu ehf. um u.þ.b. 1.900 m.kr og EBITDA hækkaði um 1.200 m.kr. Launakostnaður lækkar á milli ára.
Rekstrarhagnaður var 2.260 m.kr. samanborið við 2.144 m.kr. árið 2020. Hrein fjármagnsgjöld námu 114 m.kr. og lækka um 174 m.kr.
á milli ára (2020: 288 m.kr.) sem skýrist af breytingu á fjármagnsskipan samstæðu á árinu og minni skuldsetningu. Áhrif af aflagðri
starfsemi námu 3.478 m.kr. á árinu (2020: 1.457 m.kr.). Hagnaður af áframhaldandi starfsemi nam 1.735 m.kr. samanborið við 1.459
m.kr. árið 2020. Hagnaður ársins nam 5.213 m.kr. samanborið við 2.916 m.kr. árið 2020. EBITDA ársins af áframhaldandi starfsemi
nam 5.502 m.kr. samanborið við 6.006 m.kr. árið 2020.
Rekstrarfjármunir voru 2.219 m.kr. og lækka verulega á milli ára (2020: 18.991 m.kr.) þar sem eignir Mílu eru nú flokkaðar til sölu,
nánari umfjöllun er í skýringu 20. Sala Mílu hefur veruleg áhrif á flesta liði efnahagsreikningsins. Veltufjármunir námu 46.677 m.kr. og
hækka verulega á milli ára (2020: 7.749 m.kr.) vegna flokkunar eigna Mílu. Aðrar skammtímakröfur námu 3.082 m.kr. (2020: 735
m.kr.) og skýrist breytingin af fyrirframgreiðslu á hluta sýningarréttar og fyrirframgreiddum kostnaði vegna söluferlis Mílu ehf.
Handbært fé nam 3.509 m.kr. (2020: 735 m.kr.) og skýrist hækkun af breyttri fjármagnsskipan sem var framkvæmd í mars og apríl
2021 og sölu á dótturfélaginu Sensa ehf. Eignir námu samtals 69.727 m.kr. samanborið við 65.206 m.kr. árið 2020. Hlutafé var 7.314
m.kr. í árslok (2020: 8.483 m.kr.) og lækkar um 1.169 m.kr. Aðalfundur ársins 2021 samþykkti að lækka hlutafé um 316 m.kr. og
jafnframt að lækka hlutafé um 894 m.kr. með greiðslu til hluthafa sem nam 7.967 m.kr. Jafnframt var samþykkt tillaga um heimild til
kaupa á eigin bréfum að hámarki 754 m.kr. að nafnvirði. Á árinu voru keypt eigin bréf að nafnvirði 279 m.kr. fyrir alls 2.965 m.kr.
(2020: 267 m.kr. og 1.751 m.kr.). Eigið fé nam 31.079 m.kr. samanborið við 37.298 m.kr. í árslok 2020. Langtímaskuldir námu 7.200
m.kr. samanborið við 20.025 m.kr. í árslok 2020. Skuldir Mílu ehf. eru flokkaðar undir skuldir vegna eigna til sölu sem hefur áhrif á
skuldir og leiguskuldbindingar. Félagið endurfjármagnaði langtímalán sín á tímabilinu. Annars vegar með langtímaláni frá Arion banka
að fjárhæð 6 ma.kr. auk 2 ma.kr. lánalínu. Skammtímaskuldir námu 31.448 m.kr. samanborið við 7.883 m.kr. í árslok 2020.
Skammtímalán námu 1.518 m.kr. (2020: 500 m.kr.) og tengist hækkunin vixlaútgáfu frá júní 2021. Skuldir námu samtals 31.448 m.kr.
samanborið við 27.908 m.kr. í árslok 2020.
Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning Símans hf. og dótturfélaga hans, samanber skýringu 15, fyrir árið 2021. Megin
starfssvæði félagsins er á Íslandi.
Flokkun á Mílu ehf. sem aflögð starfsemi hefur veruleg áhrif á framsetningu sjóðstreymis félagsins, sjá skýringu nr. 20. Breyting á
rekstrartengdum eignum og skuldum var -1.099 m.kr. samanborið við 461 m.kr. árið 2020. Skýringin er greiddur kostnaður vegna
söluferlis Mílu ehf. og fyrirframgreiðsla á sýningarrétti. Vaxtatekjur námu 377 m.kr. (2020: 469 m.kr.) og lækka vegna
Í desember 2020 undirrituðu Síminn hf. og Crayon Group AS skuldbindandi samning um sölu Símans hf. á dótturfélaginu Sensa ehf. til
Crayon Group AS. Uppgjör viðskiptanna átti sér stað í lok mars og var kaupverðið að fullu greitt í apríl. Söluverð félagsins var 3.710
m.kr. og nam söluhagnaður 2.180 m.kr. Sjá nánar í skýringu 20.
Þann 18. október sl. gekk Síminn hf. til einkaviðræðna við Ardian France SA um sölu á öllum eignarhlut í fjarskiptafélaginu Mílu ehf.
Þeim viðræðum lauk þann 23. október með undirritun samnings um sölu á 100% hlutafjár Mílu ehf. Salan er háð hefðbundnum
fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Virði viðskiptanna (e. Enterprise value) er 78 milljarðar króna, að meðtöldum
fjárhagslegum skuldbindingum Mílu ehf. sem kaupandinn yfirtekur. Samkvæmt kaupsamningi fær Síminn greitt á efndadegi um 44
milljarða króna í reiðufé og 15 milljarða króna í formi skuldabréfs til þriggja ára. Áætlaður söluhagnaður er 46 milljarðar króna að teknu
tilliti til kostnaðar vegna viðskiptanna. Sjá nánar í skýringu 20.
Síminn hf. - Ársreikningur samstæðu 2021
2