
Guðrún Eva Gunnarsdóttir (f. 1978)
Ingunn Svala Leifsdóttir (f. 1976)
Jóhanna Þ. Jónsdóttir (f. 1970)
Lárus Óskarsson (f. 1960)
Magnús Magnússon (f. 1988)
Stjórnarháttayfirlýsing, frh.:
Magnús er framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum og aðstoðarforstjóri. Magnús hóf störf
þann 1. febrúar 2021 sem framkvæmdastjóri en tók einnig við stöðu aðstoðarforstjóra í mars 2024. Magnús
er með M.Eng. gráðu í iðnaðarverkfræði og aðgerðagreiningu frá UC Berkeley í Kaliforníu, og B.Sc. gráðu í
iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Magnús hefur mikla reynslu af stefnumótun og almennum rekstri,
bæði hérlendis og erlendis. Á árinu 2020 starfaði hann sem sjálfstæður ráðgjafi, eftir að hafa leitt
stefnumótunarteymi Marel árin þar á undan. Þar áður starfaði Magnús sem ráðgjafi hjá alþjóðlega
ráðgjafafyrirtækinu McKinsey & Company þar sem hann aðstoðaði fjölda alþjóðlegra fyrirtækja með
stefnumótun, rekstrarumbætur og stærri umbreytingar, og enn áður hjá hugbúnaðarfyrirtækinu AGR
Dynamics. Magnús situr í stjórnum 2M ehf., Djús ehf. og Stórkaups ehf., auk þess sem hann situr í stjórn
Viðskiptaráðs Íslands. Magnús á enga hluti í Högum beint en er fjárhagslega tengdur 2M ehf. sem á 100.000
hluti í félaginu. Magnús á kauprétt að 850.000 hlutum í Högum. Engin hagsmunatengsl eru við helstu
viðskipta- eða samkeppnisaðila Haga, né stóra hluthafa í félaginu.
5.2 Framkvæmdastjórn Haga, frh.:
Ingunn Svala er framkvæmdastjóri Olís en hún tók við starfinu 1. janúar 2024. Ingunn Svala er með B.Sc.
gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, með áherslu á reikningshald og fjármál, og lauk Cand. Oecon
prófi í viðskiptafræði frá sama skóla árið 2001, með áherslu á reikningshald og stjórnun. Auk þess lauk
Ingunn Svala AMP prógrammi frá IESE Business School í New York árið 2018. Ingunn Svala starfaði áður
sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Dohop og þar áður sem framkvæmdastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík í
sjö ár. Ingunn Svala hefur auk þess viðamikla reynslu af stjórnunarstörfum og hefur t.a.m. starfað fyrir
Kaupþing, skilanefnd Kaupþings og Actavis Group PTC. Ingunn Svala er stjórnarmaður í Kviku banka ehf.,
ÓSAR lífæð heilbrigðis hf., Parlogis ehf. og Stórakri ehf. Hvorki Ingunn Svala né aðilar henni fjárhagslega
tengdir eiga hlutabréf í Högum hf. Ingunn á kauprétt að 562.082 hlutum í Högum. Engin hagsmunatengsl
eru við helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila Haga, né stóra hluthafa í félaginu.
Jóhanna er framkvæmdastjóri Banana ehf. en hún hóf störf í september 2021. Jóhanna er með MBA-gráðu
frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Tækniháskóla Íslands. Jóhanna hefur víðtæka
reynslu af stjórnun og stefnumótun, einkum á sviði aðfangastýringar, rekstri vöruhúsa og innkaupa. Hún
starfaði áður sem framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes ehf., innkaupastjóri Distica hf., sem innkaupa- og
birgðastjóri hjá Bláa Lóninu hf. og Össuri hf. Jóhanna situr í stjórn GS1 Ísland ehf., Vörustjórnunarfélags
Íslands og Grænlensk-íslenska viðskiptaráðinu. Hvorki Jóhanna né aðilar henni fjárhagslega tengdir eiga
hlutabréf í Högum hf. Jóhanna á kauprétt að 562.082 hlutum í Högum. Engin hagsmunatengsl eru við helstu
viðskipta- eða samkeppnisaðila Haga, né stóra hluthafa í félaginu.
Guðrún Eva er framkvæmdastjóri fjármálasviðs Haga. Hún er með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands og B.Sc.-
gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Guðrún Eva var ráðin í maí 2010. Þá hafði hún gegnt starfi
fjármálastjóra Hagkaups frá árinu 2007 og starfi fjármálastjóra Banana og Ferskra kjötvara 2006-2007.
Fram að þeim tíma starfaði hún á aðalskrifstofu Haga 2005-2006 en í fjárhagsdeild 10-11 og sérvörusviðs
Haga (áður Baugs) árin 2001-2005. Guðrún Eva situr í stjórnum eftirtalinna félaga: Hagar verslanir ehf.,
Noron ehf., Stórkaup ehf., Olís ehf. (varamaður), Eldum rétt ehf. (varamaður) og Record Records ehf.
(varamaður). Hvorki Guðrún Eva né aðilar henni fjárhagslega tengdir eiga hlutabréf í Högum hf. Guðrún Eva
á kauprétt að 850.000 hlutum í Högum. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskipta- eða
samkeppnisaðila Haga, né stóra hluthafa í félaginu.
Lárus er framkvæmdastjóri Aðfanga og hefur sinnt því starfi frá árinu 1998. Fram að því var Lárus innkaupa-
og markaðsstjóri matvöru hjá Hagkaup frá 1993, en hafði áður sinnt innkaupum og rekstri ávaxta- og
grænmetislagers Hagkaups frá 1991 og innkaupum matvöru og sérvöru fyrir Hagkaup frá 1988. Hann
annaðist rekstur vöruhúss og dreifingar, sem og innkaup, hjá Sláturfélagi Suðurlands 1980-1988. Lárus á
151.000 hluti í Högum hf. Lárus á kauprétt að 850.000 hlutum í Högum. Engin hagsmunatengsl eru við
helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila Haga, né stóra hluthafa í félaginu.
Samstæðuársreikningur Haga hf. 29. febrúar 2024
52