
Viðauki 1: Stjórnháttayfirlýsing
Undirnefndir stjórnar
Starfsreglur stjórnar
Hlítni við lög og reglur
Samskipti hluthafa og stjórnar fara að meginstefnu fram á aðalfundi fyrirtækisins, og eftir atvikum á boðuðum aukafundum.
Stjórn HS Veitna hf. fer með hlutverk starfskjaranefndar, en starfskjarastefna félagsins er aðgengileg á heimasíðu þess. Enginn
stjórnarmaður er starfsmaður hjá félaginu. Regluvörður er skipaður af stjórn og hefur umsjón með að reglum um innherjaupplýsingar sé
fylgt. Í endurskoðunarnefnd HS Veitna hf. sitja þrír nefndarmenn sem skipaðir eru af stjórn félagsins til eins árs í senn. Stjórn leggur
áherslu á að til nefndarstarfa veljist hæfir einstaklingar, sem hafa reynslu og þekkingu sem nýtist í starfsemi félagsins. Nefndin hefur sett
sér starfsreglur sem yfirfarnar eru og bornar upp til staðfestingar í stjórn árlega. Hlutverk nefndarinnar er m.a. að tryggja gæði
ársreikninga og annarra fjárhagsupplýsinga og óhæði endurskoðenda þess. Endurskoðunarnefnd yfirfer einnig stjórnarháttayfirlýsingu ár
hvert. Endurskoðunarnefnd hefur eftirlit með því að stjórn félagsins tryggi með stefnu sinni og verklagsreglum að félagið hafi skjalað
innra eftirlit á þann hátt að innleiddar eftirlitsaðgerðir séu tengdar þeim áhættum sem þeim er ætlað að verja eða draga úr, auk þess að
það beri með sér hvert markmið með eftirlitinu er. Nefndin yfirfer með stjórnendum, og ytri endurskoðendum eftir þörfum, hvort innra
eftirlit og áhættustýring virki sem skyldi. Endurskoðunarnefnd skilar stjórn árlegri skýrslu um störf sín. Í árslok 2024 er
endurskoðunarnefnd skipuð tveimur körlum og einni konu; Heiðari Guðjónssyni sem er formaður, Margréti Sanders og Friðjóni
Einarssyni.
Stjórn félagsins fundar að jafnaði mánaðarlega. Á árinu 2024 voru haldnir 12 stjórnarfundir og 3 fundir í endurskoðunarnefnd. Meiri
hluti stjórnar og nefnda hefur mætt á alla fundi. Stjórn metur árlega störf sín, samsetningu, verklag og starfshætti, svo og störf
undirnefnda, frammistöðu forstjóra og annarra stjórnenda. Þá fylgist stjórn með framgangi félagsins og tryggir að hann sé í samræmi við
markmið þess. Starfsreglur stjórnar og endurskoðunarnefndar má nálgast á vefsíðu félagsins.
Stjórn HS Veitna hf. hefur sett sér starfsreglur þar sem valdsvið hennar er skilgreint og verksvið gagnvart forstjóra. Í þeim er meðal
annars að finna reglur um fundarsköp, fundargerðir stjórnar, þagnar- og trúnaðarskyldu auk reglna um hæfi stjórnarmanna til þátttöku
við afgreiðslu mála. Þar eru einnig að finna reglur um upplýsingagjöf forstjóra gagnvart stjórn og ákvörðunarvald stjórnar. Stjórn HS
Veitna hf. fær að minnsta kosti ársfjórðungslega skýrslu yfir framgang stærstu fjárfestingarverkefna félagsins hverju sinni. Skýrslan skal
innihalda upplýsingar um frávik frá kostnaðar- og tímaáætlunum sem og umfjöllun þar um. Skýrslan er kynnt endurskoðunarnefnd og er
henni falið að veita umsögn um skýrsluna sem lögð skal fyrir samhliða skýrslunni sjálfri á stjórnarfundum félagsins.
Forstjóri og framkvæmdastjórar
Forstjóri HS Veitna hf. er Páll Erland. Forstjóri annast daglegan rekstur fyrirtækisins og skal í þeim efnum fara eftir þeirri stefnu sem
stjórn hefur markað. Stjórn tekur ákvarðanir í öllum málum sem telja verður óvenjuleg eða mikilsháttar en stjórn getur þó veitt forstjóra
heimild til afgreiðslu slíkra mála. Eins getur forstjóri afgreitt slík mál ef ekki er unnt að bíða ákvörðunar stjórnar án verulegs óhagræðis
fyrir félagið. Komi slík tilvik upp skal forstjóri tafarlaust tilkynna formanni stjórnar um afgreiðslu málsins.
Framkvæmdastjórn félagsins ber hún ábyrgð á daglegum rekstri og fylgni við fjárhagsáætlun félagsins. Við árslok 2024 skipuðu
eftirfarandi aðilar framkvæmdarstjórn:
• Páll Erland, forstjóri fyrirtæksins. Ásamt fyrrgreindri lýsingu ber hann ábyrgð á sviði sem vinnur þvert á fyrirtækið og ber heitið
skrifstofa forstjóra. Sviðið ber ábyrgð á mannauðsmálum, gæða- og umhverfismálum, öryggismálum, markaðs- og kynningarmálum,
þjónustumálum, lögfræðimálum og upplýsingatæknimálum fyrirtækisins.
• Anna Birgitta Geirfinnsdóttir er sviðsstjóri fjármálasviðs. Sviðið ber ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar, uppgjörum og reikningsskilum
félagsins og eftirliti með þeim. Það veitir þjónustu sem skapar yfirsýn á rekstur félagsins, rekur ferli sem tryggir öflun aðfanga og stýringu
fjármagns. Einnig ber það ábyrgð á innkaupa og birgðamálum og fasteigna- og viðhaldsmálum félagsins.
• Egill Sigmundsson er sviðsstjóri rafmagns- og vatnssviðs. Sviðin bera ábyrgð á dreifikerfi fyrir rafmagn, heitt og kalt vatn hjá félaginu,
ásamt því að sjá um rekstur teiknistofu og mæladeildar. Sviðið tryggir rekstur og viðhald á dreifikerfum, tryggir að kerfin séu tiltæk á
hverjum tíma og rekstur þeirra sé með sem skilvirkustum hætti.
• Jónas Dagur Jónasson er forstöðumaður fjármála og viðskiptaþróunar. Ber ábyrgð á reikningshaldi og hefur umsjón með árs- og
árshlutauppgjörum og skýrslugerð. Hefur umsjón með viðskiptaþróun og greiningum ásamt umsjón með stærri viðskiptasamningum.
• Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir er mannauðsstjóri og ber ábyrgð á mannauðsmálum fyrirtækisins. Jóna hefur haft með jafnlaunavottun
HS Veitna að gera sem hefur verið samþykkt á hverju ári.
Félagið hefur ekki gerst brotlegt við lög eða reglur samkvæmt dómi eða stjórnvaldsúrskurði á árinu 2024.
Samskipti hluthafa og stjórnar
Ársreikningur HS Veitna hf. árið 2024 36 Fjárhæðir í þúsundum króna