
FÍ Fasteignafélag slhf.
Áritun óháðs endurskoðanda
Til stjórnar og hluthafa FÍ Fasteignafélags slhf.
Áritun um endurskoðun ársreikningsins
Álit
Grundvöllur álits
Megináherslur við endurskoðunina
Megináherslur við endurskoðun
Hvernig við endurskoðuðum megináherslur
Mat fjárfestingareigna
Við endurskoðun á virðismati fjárfestingareigna nutum við aðstoðar
verðmatssérfræðinga Deloitte á Íslandi.
Lögð var áhersla á yfirferð eftirfarandi forsendna sem stjórnendur gefa sér
við mat á fjárfestingareignum, en þær eru:
• ávöxtunarkrafa
• áætlaðar framtíðar leigutekjur
• áætluð framtíðar gjöld
Við sannreyndum virkni virðismatslíkansins með því að yfirfara forsendur
virðismatslíkansins og tilheyrandi útreikninga. Ávöxtunarkrafa sem notuð var
við núvirðingu sjóðstreymis var borin saman við þróun vaxta á mörkuðum og
eiginfjárálag. Framkvæmd var töluleg greining á áætluðum tekjum niður á
tekjuskapandi fjárfestingareignir. Fyrir valið úrtak eigna í virðismati, voru
áætlaðar tekjur raktar í undirliggjandi samninga. Framkvæmd var töluleg
greining á áætluðum gjöldum niður á tekjuskapandi fjárfestingareignir og þau
borin saman við söguleg gjöld félagsins.
Viðeigandi skýringar í ársreikningnum voru rýndar með tilliti til þess hvort
allar mikilvægar upplýsingar sem krafist er samkvæmt reikningsskilareglum
væru til staðar.
Aðrar upplýsingar
Í samræmi við ákvæði 2. mgr. 104 gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga staðfestum við samkvæmt okkar bestu vitund að í skýrslu og áritun stjórnar og
framkvæmdastjóra sem fylgir ársreikningi þessum eru veittar þær upplýsingar sem þar ber að veita í samræmi við lög um ársreikninga og koma ekki fram í
skýringum.
Við höfum endurskoðað ársreikning FÍ Fasteignafélags slhf. („félagið“) fyrir árið 2024. Ársreikningurinn hefur að geyma rekstrarreikning og yfirlit um
heildarafkomu, efnahagsreikning, eiginfjáryfirlit, sjóðstreymisyfirlit, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar.
Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins á árinu 2024, efnahag þess 31. desember 2024 og breytingu á handbæru fé á árinu 2024,
í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið samþykktir af Evrópusambandinu og viðbótar kröfur í lögum um ársreikninga.
Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Ábyrgð okkar samkvæmt þeim stöðlum er nánar lýst í kaflanum um ábyrgð endurskoðanda hér að
neðan. Við erum óháð FÍ Fasteignafélagi slhf. í samræmi við alþjóðlegar siðareglur fyrir endurskoðendur sem og aðrar siðareglur sem eru viðeigandi við
endurskoðun á Íslandi, og höfum við uppfyllt ákvæði þeirra reglna. Samkvæmt okkar bestu vissu, höfum við ekki veitt FÍ Fasteignafélagi slhf. óheimilaða þjónustu
sem um getur í 1. mgr. 5. gr reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 537/2014.
Megináherslur við endurskoðunina eru þau atriði, sem að okkar faglega mati, hafa mesta þýðingu fyrir endurskoðun okkar á ársreikningi félagsins árið 2024. Þessi
atriði voru yfirfarin við endurskoðun á ársreikningnum og höfð til hliðsjónar við ákvörðun á viðeigandi áliti á honum. Í áritun okkar látum við ekki í ljós sérstakt álit
á hverju þeirra fyrir sig.
Fjárfestingareignir félagsins eru metnar á gangvirði á reikningsskiladegi, 31.
desember 2024 í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðalinn IAS 40
Fjárfestingareignir og IFRS 13 Mat á gangvirði.
Fjárfestingareignir í árslok 2024 námu alls 14.749 millj. kr. eða 94% af eignum
félagsins. Matsbreyting ársins samkvæmt rekstrarreikningi nam 859 millj. kr.
Virðismat fjárfestingareigna er háð mati og túlkun stjórnenda. Virðismat
fjárfestingareigna fellur undir þriðja þrep í flokkunarkerfi gangvirðismats og er matið
byggt á núvirtu sjóðstreymi einstakra eigna. Ákvörðun um mat á fjárhæð
fjárfestingareigna byggir á forsendum sem margar hverjar eru háðar mati stjórnenda
eins og ávöxtunarkrafa, áætlaðar framtíðar leigutekjur og áætluð framtíðar gjöld.
Vegna þess hve matskenndur liðurinn er, vegna stærðar og einnig vegna þess hve
fjárfestingareignir eru stór hluti af efnahagsreikningi félagsins, teljum við mat á
fjárfestingareignum vera lykilatriði við endurskoðun okkar.
Nánar er gerð grein fyrir reikningsskilaaðferðum og helstu forsendum virðismatsins í
skýringum nr. 9, 25 og 26.
Álit okkar er í samræmi við þær upplýsingar sem koma fram í endurskoðunarskýrslu okkar til stjórnar í samræmi við 11. gr. reglugerðar Evrópuþingsins ográðsins
nr. 537/2014.
Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á.
Stjórn og framkvæmdastjóri bera ábyrgð á öðrum upplýsingum. Aðrar upplýsingar innifela skýrslu og áritun stjórnar og framkvæmdastjóra, yfirlýsingu um
stjórnarhætti og ófjárhagslega upplýsingagjöf.
Álit okkar á ársreikningnum nær ekki yfir aðrar upplýsingar og við ályktum hvorki um, né veitum staðfestingu á efni þeirra ef frá er talin sú staðfesting varðandi
skýrslu og áritun stjórnar og framkvæmdastjóra sem fram kemur hér að neðan.
Í tengslum við endurskoðun okkar berum við ábyrgð á að lesa framangreindar aðrar upplýsingar og skoða hvort þær séu í verulegu ósamræmi við ársreikninginn
eða þekkingu okkar sem við höfum aflað við endurskoðunina eða virðast að öðru leyti innifela verulegar skekkjur. Ef við komumst að þeirri niðurstöðu, byggt á
þeirri vinnu sem við höfum framkvæmt, að það séu verulegar skekkjur í öðrum upplýsingum ber okkur að skýra frá því. Það er ekkert sem við þurfum að skýra frá
hvað þetta varðar.
Ársreikningur 2024 3