_______________________________________________________________________________________
Stjórn og stjórnarhættir
Stjórn
Stjórnarháttayfirlýsing
Í stjórn Regins hf. sitja fimm stjórnarmenn, kjörnir árlega á aðalfundi félagsins. Félagið hefur starfandi
tilnefningarnefnd sem hefur það meginhlutverk að tilnefna einstaklinga til stjórnarsetu í félaginu. Nefndarmenn voru
síðast kjörnir af hluthafafundi 11. mars 2020 og skal skipunartími þeirra vera tvö ár. Starfsreglur tilnefningarnefndar
voru samþykktar á hluthafafundi 13. september 2018. Í samræmi við samþykktir félagsins skal stjórnarkjör jafnan
vera skriflegt, ef tillögur koma fram um fleiri menn en kjósa skal um. Ef hluthafar félagsins eru 200 eða fleiri og
hluthafar sem ráða yfir minnst 1/10 hlutafjárins krefjast þess, skal beita hlutfalls- eða margfeldiskosningu við kjör
stjórnarmanna. Séu hluthafar færri en 200 þurfa hluthafar sem ráða yfir 1/5 hluta hlutafjárins að standa að kröfunni.
Komi fram krafa frá fleiri en einum hluthafahópi og krafist er bæði hlutfalls- og margfeldiskosninga skal þá beitt
margfeldiskosningu. Krafa þar um skal hafa borist stjórn félagsins minnst fimm dögum fyrir hluthafafund. Samskipti
stjórnar við hluthafa skulu einkennast af hreinskilni, skýrleika og vera samræmd. Beini hluthafar fyrirspurnum til
stjórnar félagsins skal stjórn vera tilkynnt um þær og hafa yfirumsjón með viðbrögðum félagsins við þeim.
Upplýsingagjöf til hluthafa fer einkum fram á hluthafafundum og er ávallt gætt jafnræðis allra hluthafa. Núgildandi
samþykktir félagsins voru samþykktar á hluthafafundi þann 10. mars 2021.
Stjórn félagsins í árslok 2021 var skipuð eftirfarandi einstaklingum: Tómas Kristjánsson, formaður stjórnar, hefur
setið í stjórn frá apríl 2014. Albert Þór Jónsson, varaformaður stjórnar, hefur setið í stjórn frá apríl 2015, Bryndís
Hrafnkelsdóttir hefur setið í stjórn frá apríl 2014. Guðrún Tinna Ólafsdóttir hefur setið í stjórn frá mars 2018. Heiðrún
Emilía Jónsdóttir hefur setið í stjórn frá mars 2019. Bakgrunnur, menntun og aldur stjórnarmanna er fjölbreyttur og
margvíslegur og hafa stjórnarmenn víðtæka reynslu úr atvinnulífinu á sviði fjárfestinga, fasteignaviðskipta, rekstrar
og stjórnunar.
Tómas Kristjánsson, stjórnarformaður, er fæddur árið 1965 og er með MBA gráðu frá háskólanum í Edinborg og
Cand. Oecon í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands ásamt því að hafa próf í verðbréfaviðskiptum. Tómas starfar sem
eigandi Siglu ehf. og Klasa ehf. Tómas á 100% hlut í Siglu ehf. sem á 61.700.759 hluti í Regin hf. eða 3,38%. Auk
þess að sitja í stjórn Regins hf. situr Tómas í stjórnum Siglu ehf., Klasa ehf., Heljarkambi ehf., Borgarhöfða
Fasteignaþróun ehf., II og III, Grunni I ehf., Smárabyggð ehf., Húsafelli Resort ehf., Húsafelli Giljaböðum ehf., Hótel
Húsafelli ehf., KLS eignarhaldsfélagi ehf. og K eignafélagi ehf. Tómas er stjórnarformaður hjá Smárabyggð ehf.,
sem kemur að uppbyggingu íbúðabyggðar sunnan Smáralindar. Tómas hefur engin hagsmunatengsl við stærstu
viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu en telst háður stjórnarmaður
þar sem hann er annar aðaleigandi KLS eignarhaldsfélagi ehf. og situr í stjórn Klasa ehf. sem er samstarfsaðili
Regins og Haga hf. vegna uppbyggingar og rekstur fasteignaþróunarfélags Klasa ehf.
Albert Þór Jónsson, varaformaður, er fæddur árið 1962 og er með MCF-meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá
Háskólanum í Reykjavík og Cand. Oecon í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands ásamt því að hafa próf í
verðbréfaviðskiptum og löggildingu í fasteignaviðskiptum. Albert er sjálfstætt starfandi og situr einnig í stjórn Gneis
ehf. Albert á 153.365 hluti í Regin hf. eða 0,0084%. Albert hefur engin hagsmunatengsl við stærstu viðskiptavini
félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu.
Stjórnarhættir Regins hf. („Reginn” eða „félagið“) eru í samræmi við lög og reglur sem gilda um starfsemi félagsins,
s.s. ákvæði hlutafélagalaga nr. 2/1995, ársreikningalaga nr. 3/2006, samkeppnislaga nr. 44/2005, laga um
upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu nr. 20/2021, laga um aðgerðir gegn markaðssvikum nr.
60/2021 og laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018 sem aðgengileg eru á
vef Alþingis, www.althingi.is. Stjórnarhættir félagsins taka jafnframt mið af Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja
sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq Iceland hf. og Samtökum atvinnulífsins, 6. útgáfu 2021.
Leiðbeiningarnar eru aðgengilegar á vef Viðskiptaráðs Íslands www.vi.is og www.leidbeiningar.is, auk hinna ýmsu
reglna er varða félagið sjálft og má finna á heimasíðu félagsins www.reginn.is. Félagið er með skráð hlutabréf í
Kauphöll Íslands (Nasdaq Iceland hf.) og ber því að fylgja Leiðbeiningum um stjórnarhætti. Félagið hlaut
viðurkenningu sem Fyrirmyndafyrirtæki í stjórnarháttum í ágúst 2021.
Samstæðuársreikningur Regins hf. 2021
41