
Ófjárhagsleg upplýsingagjöf
Í Samfélagsskýrslu Reita 2021 má sjá umfang og niðurstöður þeirra mælinga sem Reitir hafa framkvæmt hvað umhverfismál
varðar, m.a. um losun gróðurhúsalofttegunda, orkunotkun og vatnsnotkun. Ætlun Reita er að ná sífellt betri árangri í því umfangi
sem mælt er, og hefur félagið sett sér nánari markmið sem m.a. eru byggð á útkomu þeirra. Kolefnisspor Reita lækkaði um tæp
30% miðað við sambærilegar tölur frá fyrra ári, en hækkar í heildina mikið, þar sem verið er að útvíkka hvað talið er með í
umfangi 3 og þar með fá betri yfirsýn á óbeina losun vegna reksturs fasteignasafnsins.
Reitir hafa ekki látið taka út þá þætti sem lúta að umhverfismálum félagsins eða þær niðurstöður mælinga og aðrar
upplýsingar sem fram koma um umhverfisþætti í Samfélagsskýrslu Reita, en stefnt er á að slíkar úttektir verði fengnar þegar
fram í sækir. Reitir styðjast við hugbúnaðinn Enviromaster frá Klöppum við upplýsingasöfnun sína og greiningar auk upplýsinga
Í stefnu Reita varðandi samfélagslega ábyrgð er að finna kafla um mannréttinda- og jafnréttisstefnu, siðareglur og varnir gegn
spillingar- og mútumálum, stefnu varðandi heilsu og öryggi starfsfólks og jafnréttis- og jafnlaunastefnu. Vísað er einnig til
Samfélagsskýrslu Reita varðandi nánari upplýsingar um félagslega þætti, tölulegar upplýsingar m.a. um launa- og kynjahlutföll,
starfsmannaveltu og jafnrétti og þann árangur sem af stefnu félagsins hefur orðið.
Viðskiptalíkan Reita byggir á sérhæfingu í fjárfestingum í atvinnuhúsnæði og útleigu slíks húsnæðis til ýmissa aðila. Eins og fram
kemur í ársreikningi þessum er stærstur hluti tekna félagsins leigutekjur og helstu gjöld tengd rekstri, stjórnun og fjármögnun
fasteigna félagsins. Reitir eiga, í gegnum átta dótturfélög sín, atvinnuhúsnæði víða um land, en langstærstur hluti þess er á
höfuðborgarsvæðinu. Níunda dótturfélag Reita veitir systurfélögum sínum þjónustu á sviði reksturs fasteigna. Með því að stýra
samsetningu eignasafns eftir tegundum annars vegar, og tegundum viðskiptavina hins vegar, lágmarka Reitir eins og kostur er
þá áhættu á að efnahagslegar sveiflur og/eða stefnubreytingar á ákveðnum mörkuðum hafi of mikil áhrif á eignasafnið og
tekjurnar í heild.
Stjórn Reita hefur sett stefnu varðandi samfélagslega ábyrgð félagsins sem finna má á vefsíðu félagsins. Í stefnunni er að finna
kafla með umhverfisstefnu, mannréttinda- og jafnréttisstefnu, siðareglur og varnir gegn spillingar- og mútumálum, stefnu
varðandi heilsu og öryggi starfsfólks, jafnréttis- og jafnlaunastefnu, samfélagsverkefni og samvinnu, auk þess sem hin 17
markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru tengd inn í stefnuna. Í stefnunni kemur fram að stjórn og starfsfólk telji
að árangur félagsins til lengri tíma felist í fleiru en góðri fjárhagslegri afkomu svo sem því hvernig til tekst að glæða grunngildi
félagsins, jákvæðni, fagmennsku og samvinnu, lífi í daglegri starfsemi þess og hvernig stjórnendur og starfsfólk axla
samfélagslega ábyrgð með siðferðilega ábyrgri, gegnsærri og jákvæðri háttsemi. Samkvæmt stefnunni skal stjórn fjalla um
samfélagslega ábyrgð félagsins á að minnsta kosti 12 mánaða fresti og hafa eftirlit með því að stefnan sé framkvæmd með
virkum hætti. Stjórn og stjórnendur fjalla sérstaklega, með reglubundnum hætti, um umhverfismál og sjálfbæra þróun félagsins
þar sem farið er yfir stöðu, mælikvarða, setningu markmiða, eftirlit og helstu áhættuþætti. Stjórn og framkvæmdastjórn hafa
einnig reglulegt eftirlit með loftslagstengdri áhættu. Stefnan var síðast uppfærð í febrúar 2022.
Nasdaq kauphöllin gaf í maí 2019 út útgáfu 2 af leiðbeiningum til stuðnings skráðum fyrirtækjum sem vilja birta upplýsingar um
mælikvarða þeirra varðandi samfélagsábyrgð, UFS leiðbeiningar; eða umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (e. ESG
Disclosure - Environmental, Social, Governance). Reitir gefa út samfélagsskýrslu sem byggir á UFS leiðbeiningum Nasdaq sem
sjá má á vefsíðu félagsins og vísar stjórn til hennar um þróun, umfang, stöðu og áhrif félagsins í tengslum við umhverfis-,
og starfsmannamál, auk þess árangurs sem náðst hefur af stefnu félagsins varðandi sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð.
Reitir hafa lengi lagt áherslu á umhverfismál sem snúa að fasteignum félagsins og áhrifum þeirra á umhverfið. Sérstakan kafla
með umhverfisstefnu Reita er nú að finna í stefnu félagsins varðandi samfélagslega ábyrgð. Er þar stefnu félagsins lýst og þeim
markmiðum sem félagið hefur sett sér í umhverfismálum til næstu ára.
Samkvæmt 66. gr. d. í lögum nr. 3/2006 um ársreikninga ber Reitum að birta yfirlit með skýrslu stjórnar með upplýsingum sem
nauðsynlegar eru til að leggja mat á þróun, umfang, stöðu og áhrif félagsins í tengslum við umhverfis-, félags- og
starfsmannamál og gera grein fyrir stefnu félagsins í mannréttindamálum og hvernig félagið spornar við spillingar- og
mútumálum. Eru eftirfarandi upplýsingar veittar í því skyni að uppfylla ákvæði þetta.
Á árinu var stofnuð sjálfbærninefnd hjá félaginu, en í henni eiga sæti starfsfólk frá öllum sviðum Reita. Hlutverk nefndarinnar er
að tryggja að sjálfbærni verði hluti af daglegum rekstri félagsins og vera leiðbeinandi um áherslur í sjálfbærnimálum, þannig að
sem bestur árangur náist í félagslegri, efnahagslegri og umhverfislegri sjálfbærni.
Félags- og starfsmannamál
Samstæðuársreikningur Reita fasteignafélags hf. 2021