
________________________________________________________________________________________________
Áritun óháðra endurskoðenda, frh.:
Lykilatriði endurskoðunarinnar, frh.
Innlausn tekna
Mat á innbyggðum afleiðum
Aðrar upplýsingar
Við höfum beitt gagnaendurskoðunaraðgerðum þar
sem við höfum m.a. yfirfarið afstemmingar á undir og
yfirkerfi, beðið um staðfestingu ákveðinna viðskiptavina
á mótteknu magni raforku og heitu vatni, veltu og stöðu
í viðskiptamannabókhaldi í árslok. Við höfum einnig
skoðað innborganir eftir áramótin þar sem ekki fékkst
staðfest staða frá viðskiptavinum.
Við endurskoðun okkar yfirfórum við verðmatsaðferðir
samstæðunnar og samkvæmni við alþjóðlega
reikningsskilastaðla.
Sjá umfjöllun um mikilvægar reikningsskilaaðferðir í
skýringu 28 (c) bls. 47-48 og í skýringu 17 á bls. 36, og
umfjöllun um þrepaskiptingu gangvirðis í skýringu 32 á
bls. 52-53.
Innbyggða afleiðan telst vera þriðja þreps fjárskuld en mat
á slíkum fjármálagjörningi er háð forsendum stjórnenda
sem og ytri þáttum. Sökum þess hversu viðkvæmt matið
er gagnvart breytingum í forsendum þar sem hver breyta í
forsendum matsins getur haft veruleg áhrif á afkomu og
efnahag samstæðunnar teljum við þessa áhættu vera
verulega og því lykilþáttur í endurskoðuninni.
Sökum þess að tekjuskráning í lok ársins er byggð á
áætlun stjórnenda er ákveðin óvissa bundin í
tekjuskráningu er snýr að lotun tekna og tilvist. Af þeim
sökum beinum við sjónum okkar sérstaklega að lotun
tekna í endurskoðuninni, auk annarra
endurskoðunaraðgerða er snúa að tekjuinnlausn.
Við þessa skoðun var verðmatssérfræðingur notaður til
aðstoðar.
Í samræmi við ákvæði 2. mgr. 104. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga staðfestum við að í yfirlýsingu stjórnar og
forstjóra sem fylgir ársreikningi þessum eru veittar þær upplýsingar að lágmarki sem ber að veita í skýrslu stjórnar
samkvæmt lögum um ársreikninga og koma ekki fram í skýringum.
Stjórn og framkvæmdastjóri eru ábyrg fyrir öllum upplýsingum sem félagið birtir, jafnt með ársreikningi sem öðrum
upplýsingum. Álit okkar nær ekki til annarra upplýsinga sem félagið gefur út en tilgreint er hér að ofan. Aðrar
upplýsingar eru t.a.m ársskýrsla samstæðunnar, skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra (ekki umfram það sem álit
okkar segir til um hér að neðan). Hvað ábyrgð okkar varðar felst hún í yfirlestri á efni og innihaldi og athugun á því
hvort um verulegt ósamræmi sé að ræða milli þeirra og ársreikningsins.
Við höfum einnig framkvæmt greiningaraðgerðir þar
sem við höfum borið saman við væntingar okkar við
raunverulega tekjuskráningu hjá samstæðunni.
Innbyggð afleiða í raforkusölusamningum er færð í
efnahagsreikning þar sem verð ákveðinna
raforkusamninga við stórnotendur eru bundnir við álverð.
Þar sem sala á rafmagni og álverð er ekki nátengd gera
reikningsskilastaðlar kröfu um að áhættan er snýr að
tengingu við álverð sé metin sérstaklega.
Við yfirfórum ferli samstæðunnar við greiningu og mat á
forsendum sem notaðar við gangvirðismat ásamt því
að yfirfara verðmatslíkön sem stuðst er við og
endurreiknuðum virði afleiðunnar miðað við upplýsingar
sem við öfluðum.
Sjá umfjöllun um mikilvægar reikningsskilaaðferðir í
skýringu 38 (j) á bls. 62 og skýringu 3 á bls. 23-24:
Við endurskoðun á tekjum höfum við lagt mat á
eftirlitsþætti í tekjukerfum samstæðunnar. Þá höfum við
prófað ákveðna eftirlitsþætti er snúa að skráningu
tekna. Við höfum skoðað og lagt mat á
tölvueftirlitsumhverfi samstæðunnar þar sem við höfum
meðal annars farið yfir hvernig aðgangsstýringum er
háttað inn í fjárhagskerfi og í undirkerfi er snúa að
tekjuskráningu.
Tekjur af sölu og dreifingu á raforku og heitu vatni eru
innleystar miðað við mælingar inná kerfin að teknu tilliti til
orkutapa sem eiga sér stað í dreifikerfum. Mismunur á því
magni sem kemur inná kerfin að frádregnum töpum og
reikningsfærði notkun myndar tímabilsleiðréttingu sem er
færð á reikningsskiladegi.
Samstæðuársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2021
14