
Starfsemi ársins og fjárhagsleg staða
Öll lán félagsins eru verðtryggð, þar af 94,3% á föstum vöxtum, en vegin verðtryggð vaxtakjör félagsins námu 2,35% í
árslok.
Skýrsla og áritun stjórnar og framkvæmdastjóra
Félagsbústaðir hf. er hlutafélag á fasteignamarkaði sem sinnir lögbundnu verkefni á sviði húsnæðismála fyrir hönd
eigandans Reykjavíkurborgar. Kjarnastarfsemi Félagsbústaða er uppbygging, eignarhald, kaup, sala, rekstur, viðhald og
útleiga á félagslegu íbúðarhúsnæði í samræmi við reglur Reykjavíkurborgar um félagslegt leiguhúsnæði og
húsnæðisáætlun borgarinnar.
Á árinu 2024 námu rekstrartekjur Félagsbústaða 7.078 m.kr. Rekstrargjöld námu 4.104 m.kr. Rekstrarhagnaður fyrir
matsbreytingu og afskriftir var því 2.974 m.kr. Matsbreyting fjárfestingareigna var 2.592 m.kr. og afskriftir eigna til
eigin nota námu 17 m.kr. Rekstrarhagnaður nam þannig 5.550 m.kr. á árinu.
Rekstrartekjur jukust um 9,6% milli ára og voru 1,5% undir áætluðum tekjum ársins. Hækkun rekstrargjalda milli ára
nam 0,7% og voru 3,9% undir áætlun ársins. Laun og launatengd gjöld námu 494 m.kr. og jukust um rúmlega 8,2%
milli ára en voru 3,3% undir áætlun ársins. Ársverk voru liðlega 28 og stöðugildi í lok árs voru 29.
Samkvæmt eigandastefnu skal rekstur félagsins vera fjárhagslega sjálfbær. Öllum hagnaði félagsins, þ.m.t.
uppsöfnuðum hagnaði í formi eignamyndunar, skal einungis ráðstafað til vaxtar, viðhalds eða til niðurgreiðslu lána.
Stjórn leggur til með vísan til 7. gr. samþykkta Félagsbústaða hf. að enginn arður verði greiddur til eigenda félagsins.
Félagslegar leiguíbúðir eru ætlaðar fjölskyldum og einstaklingum undir tilteknum eigna- og tekjumörkum, auk íbúða
fyrir aldraða og fólk með fötlun. Húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar leggur áherslu á félagslegan fjölbreytileika í
hverfum borgarinnar og að 5% íbúðarhúsnæðis sé félagslegt leiguhúsnæði. Í samræmi við þá stefnu leggja
Félagsbústaðir áherslu á jafna dreifingu leiguíbúða í borginni.
Skráð hlutafé í árslok nam 3.240 m.kr. Hluthafar í árslok eru tveir líkt og í upphafi árs. Reykjavíkurborg er með 99,99%
hlutafjár og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar með 0,01%.
Verðbólgan á árinu 2024 nam 4,8%. Hrein fjármagnsgjöld ársins námu 4.272 m.kr. samanborið við 5.726 m.kr. árið
áður, þar af voru verðbætur ársins 2.934 m.kr. en 4.413 m.kr. á árinu 2023.
Á árinu 2024 bættust við 35 leigueiningar í eignasafn félagsins. Sjö íbúða nýbygging, hönnuð sérstaklega fyrir fatlaða
einstaklinga, við Háteigsveg var formlega opnuð. Húsið er vistvænt, um 17% byggingarefnis er endurnýtt og
kolefnisspor þess um 40% lægra en viðmiðunarhús.
Seldar voru 8 fasteignir á árinu og nam andvirði sölunnar um 1.092 m.kr.
Í lok árs 2024 var hlutfall félagslegra leiguíbúða um 5,3% af íbúðarhúsnæði í borginni og heildarfjöldi íbúða í eigu og
umsjá Félagsbústaða 3.140 að meðtöldum kaupsamningum sem gerðir voru á árinu. Um 71% íbúða fellur undir
almennt félagslegt leiguhúsnæði, 15% eru íbúðir fyrir fatlað fólk, rúmlega 11% eru þjónustuíbúðir fyrir aldraða og
rúmlega 2% íbúða fyrir þá sem skráðir eru heimilislausir.
Hagnaður ársins nam 1.277 m.kr. og er tilkominn vegna hækkunar á fasteignamati eignasafnsins. Matsbreyting
fjárfestingareigna nam 2.592 m.kr. en var 4.741 m.kr. árið áður.
Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir Félagsbústaða 162.695 m.kr. í árslok, þar af námu fjárfestingareignir
161.241 m.kr. Eigið fé nam í árslok 86.427 m.kr. þar af er 3.240 m.kr. í hlutafé. Eiginfjárhlutfall félagsins í árslok 2024
var 53,1% samanborið við 53,7% árið 2023.
Í árslok 2024 námu skuldir félagsins 64.736 m.kr. og jukust um 2,9% milli ára. Skuldbindingar vegna stofnframlaga
ríkis og Reykjavíkurborgar námu 11.394 m.kr. á árinu en það er aukning um 973 m.kr. frá fyrra ári.
Fjárfestingarkostnaður við nýbyggingar og fasteignakaup á árinu 2024 nam 2.052 m.kr. og var fjármagnaður með
söluandvirði seldra eigna á árinu, stofnframlögum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Reykjavíkurborg ásamt
lánum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Ársreikningur Félagsbústaða hf. 2024 - Fjárhæðir í þús. kr.