Áritun óháðs endurskoðanda
Lykilatriði endurskoðunarinnar
Aðrar upplýsingar, þ.m.t. skýrsla stjórnar og forstjóra
Stjórn og forstjóri bera ábyrgð á öðrum upplýsingum. Aðrar upplýsingar eru skýrsla stjórnar og forstjóra og
viðaukar við ársreikninginn sem innifela stjórnarháttaryfirlýsingu og skilgreiningar vegna ESEF skýrsluskila sem
lágu fyrir við áritun okkar. Álit okkar á samstæðuársreikningnum nær ekki til annarra upplýsinga, þ.m.t. skýrslu
stjórnar og við staðfestum þær ekki á neinn hátt.
Í tengslum við endurskoðun okkar á ársreikningi samstæðunnar ber okkur að yfirfara aðrar upplýsingar, sem
tilgreindar eru hér að ofan, þegar þær liggja fyrir og meta hvort þær eru í verulegu ósamræmi við
samstæðuársreikninginn eða skilning sem við höfum aflað við endurskoðunina eða ef svo virðist að verulegar
rangfærslur séu í þeim. Ef við, á grundvelli vinnu okkar, ályktum að verulegar rangfærslur séu í öðrum
upplýsingum ber okkur að skýra frá því. Við höfum ekki greint atriði sem ber að greina sérstaklega frá.
Hvað varðar skýrslu stjórnar og forstjóra höfum við, í samræmi við ákvæði 104. gr. laga um ársreikninga nr.
3/2006, yfirfarið að skýrsla stjórnar hafi að geyma þær upplýsingar sem þar ber að veita í samræmi við lög um
ársreikninga komi þær ekki fram annars staðar í samstæðuársreikningnum.
Lykilatriði endurskoðunarinnar eru þau atriði sem að okkar faglega mati höfðu mesta þýðingu í endurskoðun
okkar á ársreikningi samstæðunnar árið 2023. Sem hluti af endurskoðun okkar á samstæðuársreikningnum
voru þessi lykilatriði skoðuð sérstaklega. Við látum ekki í ljós sérstakt álit varðandi þessi lykilatriði, einungis er
látið í ljós álit á samstæðuársreikningnum í heild.
Lykilatriði endurskoðunarinnar Endurskoðunaraðgerðir
Mat fjárfestingareigna þar með talið forsendur og
útreikningar sem eignirnar byggja á:
Sjá nánar skýringu nr. 10 "Fjárfestingareignir".
Fjárfestingareignir samstæðunnar eru metnar á gangvirði á
reikningsskiladegi, 31. desember 2023 í samræmi við
alþjóðlega reikningsskilastaðalinn IAS 40 Fjárfestingareignir
og IFRS 13 Mat á gangvirði.
Í heild sinni nema fjárfestingareignir 57.585 milljónum
króna. í lok árs 2023 sem er 94,9% af heildareignum
samstæðunnar.
Helsti matskenndu liðirnir í mati fjárfestingareigna eru
undirliggjandi forsendur sem eru háðar mati
stjórnenda eins og veginn fjármagnskostnaður, áætlaðar
framtíðar leigutekjur, áætluð framtíðar gjöld,
nýtingarhlutfall ofl.
Verðmatssérfræðingar PwC aðstoðuðu okkur við
endurskoðun fjárfestingareignanna og þá
sérstaklega vegna undirliggjandi forsenda í mati.
Endurskoðun á mati fjárfestingareigna fólst m.a. í
eftirfarandi þáttum:
- Ferill við útreikning á mati fjárfestingareigna
yfirfarinn
- Eftirlitsaðgerðir stjórnenda prófaðar með
aðgerðaendurskoðun.
- Prófun á forsendum í verðmatslíkani m.a. með
samanburði við ytri gögn, fyrri tímabil, almenna
þróun ofl.
- Fjárhagsupplýsingar raktar inn í verðmatslíkan
m.v. undirliggjandi samninga
- Virkni verðmatslíkans prófað
- Gagnaendurskoðun og úrtaksprófanir á þeim
liðum sem hafa áhrif á mat eins og leigutekjur og
viðbætur ársins.
Samstæðuársreikningur Kaldalóns hf. 2023
Fjárhæðir í milljónum króna
10